Ágúst þór er látinn

Ágúst Þór Árna­son, aðjúnkt við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, er látinn. Ágúst lést þann 11. a\"\"príl á heimili sínu eftir snarpa baráttu við krabbamein. Ágúst fæddist 26. maí 1954 í Reykjavík. Mbl.is greinir frá.

Ágúst starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands á árunum 1994 til 1998. Þá var hann framkvæmdastjóri Lögfræðiakademíu Reykjavíkur. Hann var fréttaritari í Berlín á árunum 1986 til 1989 fyrir Bylgjuna og svo fyrir RÚV frá 1989 til 1991.

Ágúst starfaði einnig sem blaðamaður á Tímanum. Þá starfaði hann við Háskólann á Akureyri þar til hann fór í leyfi á þessu ári.

Ágúst Þór eignaðist þrjú börn: Guðmund Árna, Brynj­ar og Elísa­betu og barna­börn­in eru sjö.  Sam­býl­is­kona hans var Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir.