Spjót sitja í herðum madríd

Saga Spánar er mjög frábrugðin sögu annarra helstu Evrópulanda.  Löngum hefur flest verið á hverfanda hveli á Spáni.  Og marvísleg átök átt sér stað. 

Stjórnmálskýrendur á Spáni rifja nú títt upp að spænska borgarastyrjöldin  árin 1936 - 1939 var afleiðing 130 ára langrar sögu stjórnmálafrumhlaupa og spillingar;  ásamt vígaferlum og sérgæsku.  

Öldum saman háðu Katalóníumenn harðvítugt en árangurslaust uppreisnarstríð í því skyni að notfæra sér þrengingar spænska samvaldsríkisins til þess að endurheimta fyrra sjálfsforræði. 

Róstur í dag á Spáni telja sömu stjórnmálaskýrendur birta þá staðreynd að ríkisstjórn Spánar og Spánverjum hefur ekki tekist og mun ekki takast að ráða til lykta helstu þjóðfélagsvandamálum sínum.  

Þessi sömu vandmál hafa skotið upp kollinum aftur og aftur í þjóðarsögu Spánar eins og hnútur í bandi.  Á Spáni magnast nú gremja innnan lögreglu og hers gegn því sem menn kalla óreiðuna heimafyrir. 

Í ringulreið spænsk þjóðfélags líta lögreglan og herinn á sjálf sig sem talandi tákn um reglu og stjórnsemi og tilhneigð beggja til afskipta fer vaxandi. 

Hvað segja ESB þjóðir og NATO ríki ef lögregla og her setja saman og koma á gæslustjórn á Spáni?   

[email protected]