„aftur og aftur verð ég fyrir áfalli vegna kynþáttafordóma sem fyrirfinnast í þessu landi“

„Frá því að ég fluttist til Íslands fyrir fimm árum hef ég aftur og aftur orðið fyrir áfalli vegna kynþáttafordóma sem fyrirfinnast í þessu landi og hvernig sjálfumgleði Íslendinga leyfir þeim að þrífast.“

Þetta segir Natalie Ouellette í pistli sem birtist í Reykjavík Grapevine á dögunum.

„Nýjasta upplifun mín af þessu fyrirbæri, sem er mikið áhyggjuefni, var þegar ég fór með börnin mín í Árbæjarlaug á sólríkum sunnudagsmorgni og synti á meðal tveggja manneskna sem voru með ógrynni húðflúra á líkama sínum sem gáfu til kynna að hvíti kynstofninn væri öðrum æðri – þar á meðal hakakrossa. Þegar ég spurði starfsmann um hvaða reglur giltu um gesti með rasísk húðflúr var svarið: „Það eru engar reglur um það sem ég þekki til. Ísland er lítið land og er enn svolítið rasískt“,“ segir Natalie.

Natalie var ekki ánægð með þetta svar og sendi því sömu spurningu til borgaryfirvalda. „Svarið sem ég fékk nokkrum dögum síðar kom beint frá Mannréttindaskrifstofu, þar sem sagði að húðflúr falli undir tjáningarfrelsi fólks. Fyrir mér hljómar þetta eins og lélegar afsakanir sem Trump dregur úr afturenda sínum þegar hann er gripinn glóðvolgur við að þiggja peninga frá fólki sem trúir því að hvíti kynstofninn sé öðrum æðri. Ættu tákn um rasisma og gyðingahatur ekki að teljast til hatursorðræðu?“

„Frá hinum venjulega borgara og allt til borgaryfirvalda hef ég komist að þeirri ergilegu niðurstöðu að rasismi er eitthvað sem er meðtekið á Íslandi. Þetta er sjaldan ef aldrei rætt af einhverri alvöru. Á meðan fara fram friðsæl mótmæli flóttafólks sem biðja einungis um grunn mannréttindi – sem Nasistarnir í sundlauginni fá njóta – og fær flóttafólkið að launum piparsprey í andlitið frá lögreglunni,“ bætir hún við.

Að lokum hefur hún mikilvæg skilaboð til Íslendinga: „Við íslenska borgara hef ég þetta að segja – nú er nóg komið. Hættið að afsaka íslenska rasista og takið afstöðu gegn þið vitið er rangt. Og hættið tvöfalda siðgæðinu í garð fólk sem kemur hingað í leit að betra lífi. Þó að við búum í litlu og einöngruðu landi þýðir það ekki að við getum ekki breyst. Þær aðgerðir sem við tökum upp til að stuðla að umburðarlyndi og berjast gegn hatri munu hafa gífurleg áhrif á samfélagið - og komandi kynslóðir munu þakka okkur.“