Áfram kröftugur vinnumarkaður

Atvinnuþátttaka er orðin mjög há.

Á árunum eftir hrun var atvinnuleysi á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu mun meira en annars staðar á landinu. Verulega hefur dregið úr þessum mun á undanförnum misserum.

Sé litið á skráð atvinnuleysi hefur meðal atvinnuleysi karla á síðustu 12 mánuðum verið mest á Norðurlandi eystra eð 2,3%. Á sama tíma hefur atvinnuleysi kvenna eing verið mest á Norðurlandi eystra eða 3,1%.

Atvinnuleysi á þessum tíma er minnst meðal karla og kvenna á Norðurlandi vestra eða 1,0% hjá körlum og 1,4& hjá konum.

Staðan er því orðin sú að hvorki höfuðborgarsvæðið né Suðurnes koma við sögu þegar litið er á hvar atvinnuleysi er mest.

rtá

Nána www.landsbankinn.is