Afnám verðtryggingar er engin lausn

Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum og einn helsti sérfræðingur landsmanna á húsnæðismarkaði segir það vera bábilju að afnema verðtryggð lán hér á landi, þau gagnist fólki ekki síðurr en óverðtryggð lán.

Þetta kemur fram í fasteignaþættinum Afsali á Hringbraut í kvöld þar sem þeir Guðbergur Guðbergsson, fasteignasali á Bæ og Ari takast hressilega á um verðtrygginguna og hvort kveðja eigi hana með öllu í peningakerfi landsmanna. Ari segir að verðtryggð lán séu einfaldlega einn af þeim lánakostum sem landsmönnum býðst í sveiflukenndu krónuhagkerfi - og reynslan sýni að þau hafi gagnast öllum almenningi vel á undanliðnum árum - og geri enn. Með afnámi verðtryggingar stæðu aðeins eftir óverðtryggð lán með hærri afborgunum framan af greiðslutímanum og sú breyting hefði það sennilega í för með sér að færri landsmenn fengju greiðslumat og gætu þar með tekið húsnæðislán.

Afsal er á dagskrá klukkan 21:30 í kvöld, en þar verður jafnframt fjalla um ábyrgð verktaka á nýsmíði húsnæðis.