Afkoma lífeyrissjóða árið 2016

Afgerandi áhrif króunnar á afkomu

Afkoma lífeyrissjóða árið 2016

Hrein raunávöxtun var neikvæð hjá þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins á liðnu ári. Hátt gengi krónunnar til lækkunar á erlendum eignum námu milljarða tugum.

Guðrún Hafsteinsdóttir stjórnarformaður LIVE segir að árið 2016 var þungt og ekki eins og vonir stóðu til. Það liggur í hlutarins eðli segir Guðrún að sjóðirnir séu sterkir í hlutabréfum en ávöxtun bréfanna var undir væntingum á síðasta ári. Við bætist svo styrking krónunnar sem veldur því að erlendar eignir sjóðanna eru í neikvæðum tekjum segir Guðrún. 

Guðrún segir að það sé eðli svona safna að þau fara upp og niður og því sé mikilvægt að til séu langtímaáætlanir og horft sé til lengri tíma en tólf mánaða í senn. "Niðurstaða síðasta árs olli vonbrigðum en sem betur fer eru þau vonbrigði ekki bara bundin við okkar sjóð heldur við kerfið í heild sinni og við erum ekki með lakari niðurstöðu en hinir sjóðirnir."

Guðrún bætir því við að sjóðurinn hafi vitaskuld áhyggjur af sterkri stöðu krónunnar. Stöðugleika vanti í íslensku efnahagslífi. Miklar sveiflur á gengi eru öllum erfiðar. "Það sem við öll þurfum það er stöðugleiki" sagði Guðrún Hafsteinsdóttir stjórnarformaður LIVE.

Eftir að höftum er aflétt munu allir sjóðirnir líkast til í auknum mæli út úr landinu með fé.

 

Nánar www.frettabladid.is

 

Nýjast