Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Þetta er svo viðkvæmt. Þegar það koma upp svona mál fer al­veg svaka­lega nei­kvæð umræða af stað um Ísland. Þetta hef­ur mjög slæm áhrif. Við miss­um svo­lítið trú­verðug­leik­ann á að við séum að um­gang­ast nátt­úr­una af virðingu,“ seg­ir Rann­veig Grét­ars­dótt­ir, formaður Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands og fram­kvæmda­stýra Eld­ing­ar. 

Rann­veig seg­ir veiði Hvals hf. á blend­ings­hvali aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn hafa haft gíf­ur­lega nei­kvæð áhrif á ímynd lands­ins er­lend­is í för með sér. Er­lend­ir fjöl­miðlar greindu marg­ir hverj­ir frá því að blend­ings­hval­ur­inn hafi verið steypireyður þó að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi síðan staðfest upp­runa hvals­ins í gær í kjöl­far erfðagrein­ing­ar. 

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/20/afboka_ferdir_vegna_blendingshvalsins/