Afar svartsýnir fyrir hönd wow

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bláfugls og fyrrverandi stjórnandi hjá Icelandair er afar svartsýnn á að flugfélagið WOW air komist úr þeim ógöngum sem það hefur ratað í - og sessunautur hans, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans tekur í sama streng.

Þeir eru gestir Sigmundar Ernis í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í kvöld þar sem þeir rýna í eftirmál þeirrar ákvörðunar forkólfa Icelandair að hverfa frá kaupunum á WOW. Raunar segjast þeir báðir ekki skilja hvað Icelandair-mönnum hafi gengið til með áhuga sínum á að ganga inn í rekstur Skúla Mogensen, tölurnar á fyrri stigum hafi talað sínu máli - og eindregið bent til þess að flugfélagið væri ekki lengur sjálfbært.

Þeir telja að áhrifin af því að WOW air fari af markaði vera mikil til skamms tíma fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið, en samkeppnin verði áfram hörð á þessum markaði, hátt í 30 önnur flugfélag, beggja vegna Atlantsála muni áfram halda uppi reglulegum ferðum til Íslands - og nú þegar olíuverð fari hratt lækkandi skapist líka svigrúm fyrir nýtt íslenskt félag á þessum markaði, fari svo að Skúla takist ekki að halda lífi í WOW, en til þess þurfti í rauninni kraftaverk, segir Þórður Snær.