„aðeins“ 24 sóttu um starfið

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur ákveðið að hætta við að ráða í starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins og mun auglýsa starfið aftur. Enginn var boðaður í viðtal en 23 umsækjendur sóttu um starfið. Rúv segir frá og að umsækjendur hafi fendið tilkynningu um þetta í pósti þar sem stóð að „einungis 24 umsóknir“ hafi borist um starfið og aðeins hluti umsóknanna hafi uppfyllt hæfnisskilyrði.

Hæfnisskilyrði verða útvíkkuð og ítarlegri grein gert fyrir í hverju starfið felst, segir líka í bréfinu.