Að fara til læknis í gegnum köru connect

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, er gestur Jóns G. í kvöld. Fyrirtækið hefur hlaðið á sig verðlaunum að undanförnu. Þetta er fjarþjónustufyrirtæki fyrir sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. Framtíðin er augljóslega „að fara til læknis“ í gegnum fjarþjónustu Köru Connect. Þetta er fróðlegt viðtal þar sem fram kemur að þegar hafa um 10 þúsund fundir sérfræðinga með 1.200 skjólstæðingum sínum farið fram í gegnum Köru. Þannig að; framtíðin er þegar orðin að núinu þegar kemur að þessu magnaða fyrirtæki sem stefnir á sterka stöðu innan Evrópu á næstu árum.