Ábyrgðarleysi núverandi ríkisstjórnar

Fjármálaráð segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar bera með sér að ráðast eigi í fordæmalausa aukningu ríkisútgjalda á kjörtímabilinu um leið og tekjustofnar hins opinbera verði veiktir. Þannig víki áherslur fyrri ríkisstjórnar á aðhald, verðstöðugleika og svigrúm til vaxtalækkana fyrir auknum innviðafjárfestingum, útgjaldavexti og skattalækkunum.