Ábyrg ferðaþjónusta

Ábyrg ferðaþjónusta

Í Kirkjufjöru lét þýsk ferðakona lífið. Fyrir nokkru sluppu hjón með skrekkinn í vélsleðaferð við Langjökul sem hefði getað endað með ósköpum. Því sem orðið er verður ekki breytt en gera verður allt til að koma í veg fyrir frekari slys og skaða. Að frumkvæði Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og Íslenska ferðaklasans skal vinna verkefni sem stuðlar að ábyrgri ferðaþjónustu í landinu. Þau fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu lofa að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að ganga vel um og vernda náttúru landsins og tryggja öryggi ferðamanna. Því miður er ekki ófyrirsynja að grípa þarf til aðgerða. Síðustu misseri hefur ferðamönnum snarfjölgað. Líkast til verða þeir á þessu ári vel á þriðju milljón. Sjöfalt fleiri en íbúar Íslands. Fagna ber þessu góða framtaki Festu og Ferðlaklasans sem stuðlar með markvissum hætti að ábyrgri ferðaþjónustu á Íslandi. Efndir skulu fylgja orðum. Í því felst hagur allra í bráð og lengd. Nánar er rætt um þetta á www.forseti.is

 

Nýjast