Rifjar upp drauminn um fridu í abba

Sigurjón Kjartansson rifjar upp á Stundinni drauma sína um Fridu í Abba:

Fór á Mamma mia 2 í Ísafjarðarbíói fyrir skömmu. Ísafjarðarbíó er mitt gamla uppeldisbíó þar sem ég sá margar af bestu myndum kvikmyndasögunnar. Þar á meðal Abba – the Movie árið 1978. Ég varð yfir mig ástfanginn af Fridu og dreymdi mikinn ástardraum þá nóttina. Hann fjallaði um að Abba kæmu til Ísafjarðar og spiluðu tónleika á bílastæðinu fyrir utan Kaupfélagið. Eftir tónleikana kom Frida til mín og ástir kviknuðu á milli okkar. Ég var 10 ára gamall – en Fridu var alveg sama.

En þessum tilfinningum mínum í garð Abba – og Fridu – passaði ég mig á að halda leyndum fyrir öllum sem mig þekktu. Alltílagi að fara og sjá myndina, flestir vinir mínir gerðu það líka, enda ekki svo margar bíómyndir í boði á Ísafirði og farið var á flestar myndir sem ekki voru bannaðar börnum. En að viðurkenna að maður fílaði Abba þótti ekkert sérstaklega töff. Ári seinna sendi stóri bróðir minn mig í plötubúðina Eplið til að kaupa nýju Abba-plötuna, Voulez-Vous. Hann var orðinn táningur og gerði sér fulla grein fyrir því að það var púkó að kaupa Abba-plötu og þess vegna setti hann 11 ára gamlan bróður sinn í það skítadjobb. Lét mig hafa pening og sagði mér að skottast niður í Epli.

Nánar á 

https://stundin.is/grein/7218/abba/