Á tveimur jafnfljótum í fjörður

Það verður ferðast um einhverjar áhugaverðustu slóðir óbyggðanna á Íslandi í einum ferðaífsþátta Péturs Steingrímssonar, kvikmyndagerðarmanns á Hringbraut í kvöld, en stöðin sýnir nú ferða- og heimildarþætti klukkan 21:00 á fimmtudagskvöldum, allt þar til Þjóðbraut byrjar á nýjaleik í febrúar.

Að þessu sinni verður farið í Fjörður, skagann á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, sem sumir vilja kalla austanpart Tröllaskaga, enda er hann stórskorinn og mikill að sjá af hafi jafnt sem innan úr landi. Gönguleiðin úr Flateyjardal yfir í Hvalvatnsfjörð og þaðan í Þorgeirsfjörð og Keflavík er eitthvert mesta augnayndi íslenskrar náttúru - og friðsældin á þessum slóðum er einstakt að sögn þeirra sem þar fara um.

Á fyrri tíð var mannmargt í Fjörðum, eins og heimildir vitna um. Á síðustu árum 19. aldar bjuggu um 100 manns á 10 bæjum í Fjörðum og í Keflavík. Á fyrri hluta 20. aldar fækkaði fólkinu jafnt og þétt þar til enginn var eftir árið 1944. hafnleysan og erfiðar samgöngur áttu drýgstan þátt í þessari þróun, en vatnsmiklar ár, jafnt í Þorgeirsfirði og Hvaalvatnsfirði hjálpuðu þar ekki upp á.

Þáttirinn byrjar klukkan 21:00 í kvöld.