„á heildina litið höfum við lært af hruninu“

Tíu árum eftir hrun eru Íslendingar farnir að kaupa fleiri nýja Porsche-bíla en árið 2007, þeir gista frekar á hótelum í dag en í góðærinu og hafa aldrei farið eins mikið úr landi. Þá henda þeir meiru í ruslið. Hins vegar er íslenski neytandinn að mörgu leyti varkárari og skynsamari en árið 2007, segja þeir viðmælendur sem fréttastofa Rúv ræddi við. „Ég myndi segja að á heildina litið höfum við lært af hruninu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.
 

\"Íslensk heimili hafa til að mynda aldrei lagt eins mikið fé til hliðar til sparnaðar\", segir Harpa. „Fólk er búið að vera að eyða frekar pening sem það á sjálft, án þess að neyslulán komi til sögunnar,“ segir hún. Aukning á skuldum heimilanna síðan í hruninu 2008 sé vegna húsnæðislána, ekki neyslulána eða annarra ótryggðra lána, þótt hluti húsnæðislána geti mögulega verið nýttur í neyslu. Harpa bendir þó á að Íslendingar borgi hægar niður af skuldum sínum á undanförnum árum. „Við erum komin á þann punkt núna, tíu árum síðar, að við þurfum að halda okkur við efnið.“

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/a-heildina-litid-hofum-vid-laert-af-hruninu-0