963 ungmenni reynt sjálfsvíg

Árið 2016 sögðust 2834 ungmenni í framhaldsskólum hafa einhvern tíma hugleitt sjálfsvíg og sama ár sögðust um 963 nemendur í framhaldsskólum hafa gert tilraunir til sjálfsvígs.

Þetta er kemur fram í skýrslu sem unnin var af Rannsóknum og greiningu fyrir Embætti landlæknis en rannsóknin stóð yfir í 16 ár frá árinu 2000 til og með 2016.

Skýrslan er kynnt á málþingi í dag á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga. Hvað er að í samfélagi þar sem ungt fólk glímir við svo mikla og alvarlega vanlíðan? Margrét Marteinsdóttir talaði um það og aðrar niðurstöður rannsóknarinnar við Sigrúnu Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar hjá Landlæknisembættinu en hún er ein af höfundum skýrslunnar.