86 ára og nýhætt að vinna

Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, í Viðskiptum með Jóni G. í kvöld:

86 ára og nýhætt að vinna

Guðbrandur með móður sinni Ingu og dóttur Rögnu.
Guðbrandur með móður sinni Ingu og dóttur Rögnu.

Þær eru alltaf skemmtilegar fréttirnar af eldra fólki sem býr við góða heilsu og nýtur þess að vinna fram eftir ævikvöldinu. Í samtali þeirra Jóns G. Haukssonar og Guðbrands Sigurðsson, forstjóra Heimavalla, í þætti Jóns G. í kvöld berst talið að móður Guðbrands, Ingu Árnadóttur, sem hætti nýlega að afgreiða í versluninni Hjá Hrafnhildi. Systir Guðbrands, Hrafnhildur, stofnaði verslunina 1992 og var hún fyrstu árin heima hjá henni í Fossvoginum. Móðir hennar tók þátt í verslunarævintýrinu. Hrafnhildur varð bráðkvödd árið 2002 en verslunin hélt áfram og hefur Inga staðið vaktina þar samfleytt í 23 ár. Ása Björk, dóttir Hrafnhildar, hefur núna tekið við. Guðbrandur segir í viðtalinu að móðir sín sé nýthætt að afgreiða í versluninni og hafi lýst því yfir að hún fari ekki í fleiri verslunarferðir til útlanda. „En við eigum eftir að sjá það gerast,“ segir Guðbrandur í þættinum.

Nýjast