750 ml af vatni á 750 kr

Ísland er dýrasta land í Evrópu:

750 ml af vatni á 750 kr

Ísland er dýrasti áfangastaður í Evrópu að því er fram kemur í samantekt þýsku ferðaskrifstofunnar TUI og vitnað var til í þýska fréttamiðlinum Die Welt fyrir helgina.

Niðurstaðan kemur ef til vill ekki á óvart, enda berast nánast látlausar fregnir af yfirgengilegu verðlagi á ferðamannastöðum hér á landi; nýjasta dæmið er 750 millilítra vatnsflaska í Þrastarlundi á Suðurlandi sem var föl fyrir 750 krónur.

Samkvæmt úttekt þýsku ferðaskrofstofunnar er verðlag hðer á landi að jafnaði yfir 60 prósentum hærra en í Þýskalandi sem þó er fráleitt ódýrasta landið á meginlandi Evrópu.

Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá á Suðurlandi segir í Morgunblaðinu í dag að hátt gengi krónunnar valdi hér miklu - krónan sé í rauninnui alltif sterk - en einnig skipti hér máli að launahækkanir á Íslandi hafi verið úr hófi fram á undanliðnum misserum; verið sé að spenna bogann alltof hátt.

 

Nýjast