60 prósent eru hamingjusamir

Lýðheilsuvísar 2018, eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi voru kynntir á Fljótsdalshéraði í sumar.

Lýðheilsuvísar varpar ljósi á lifnaðarhætti landsmabba. Um er að ræða safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til að veita yfirsýn og auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðu heilbrigðisumdæmanna.

Við val á lýðheilsuvísum er sjónum m.a. beint að þeim áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. 

Á vef Landlæknis má sjá nánar um Lýðheilsuvísana hér.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis sagði á kynningunni m.a. frá því að um 61 prósent landsmanna telja sig mjög hamingjusama. Einnig kom fram að um 10 prósent ungmenna í 8.-10. bekk er oft einmana og líður illa í skóla og um 60 prósent ungmenna og 70 prósent fullorðinna ná nægum svefni. Einnig kom fram að yfir 20 prósent nemenda í 10. bekk hafa reykt rafsígarettur síðastliðinn mánuð.