25% íslenskra karlmanna þykir limurinn of lítill samkvæmt nýrri rannsókn siggu daggar

Kynfræðingurinn Sigga Dögg hefur undanfarið beðið íslenska karlmenn um að taka þátt í könnun sem snýr að typpi þeirra. Hún hefur nú opinberað hluta af niðurstöðunum og mun hún greina frá og rýna í könnunina í viðburði sínum TyppaTal.

„Þetta er mér mjög mikið hjartans mál en ég óttast að það komist ekki nægjanlega vel til skila. Ég fæ bara svo mikið af typpaþjáningarsögum og ég segi bara stopp! Hingað og ekki lengra! En þetta á líka að vera skemmtilegt og gleðilegt en markmiðið er klárlega að bæta líðan og fræða,“ segir Sigga Dögg í samtali við Hringbraut.

\"\"

TyppaTal er viðburður sem Sigga Dögg hefur unnið að undanfarið eftir að hafa fengið ótal spurningar um typpi og finnur fyrir gríðarlegri vanþekkingu á þessu frábæra kynfæri. Því þykir henni tímabært að kveða niður mýturnar og opna umræðuna með því að fræða og fagna limnum á hreinskilin og einlægan hátt, að sjálfsögðu með húmorinn að vopni. Á viðburðinum mun áhorfendum einnig gefast kostur á að spyrja á meðan á fræðslufjörinu stendur.

„Ég lofa að ég er ekki að gera grín að (lítið úr) niðurstöðunum heldur langar mig að reyna skilja þær og finna leið til að okkur líði öllum aðeins betur í okkar kroppi, sama hvernig hann kann að líta út. Þó nokkrir hafa haft samband við mig og óttast að nú eigi enn og aftur að fara tala niður til karlmanna en það er alls ekki mitt markmið og ég vona að minn faglegi stans gefi mér og málefninu trúverðugleika og vigt.“

\"\"

Segist Siggu hlakka til að rýna betur í niðurstöður rannsóknar sinnar og segir viðburðinn vera fyrir allt það fólk sem er með typpi eða býr með typpi eða elur upp typpi eða jafnvel umgengst typpi.

„Pældu aðeins í því, typpið er falið í brókinni allan daginn og fáir vita almennilega hvað það er (Vöðvi? Bein? Brjósk?!) eða hvernig það virkar (Of harður? Of linur? Of langur? Of mjór? Of…?) Leggðu frá þér símann… og í stað þess að smella af, komdu; fræðumst, spjöllum og höfum gaman saman. Nú verður typpið hyllt og því fagnað!

Tími typpisins er runninn upp!“

Fyrir þá sem vilja skella sér á TyppaTal með Siggu Dögg geta keypt miða hér.

\"\"