2200 nýjar íbúðir á ári á sv-horninu

Samtök iðnaðarins verða vör við kipp í íbúðabyggingum:

2200 nýjar íbúðir á ári á sv-horninu

Yfir 6.700 íbúðir verða smíðaðar á höfuðborg­ar­svæðinu frá og með árinu í ár og fram til 2020, eða að meðaltali rúm­lega 2.200 íbúðir á ári. Í ár er gert ráð fyr­ir að fjöldi íbúða sem klárist verði 2.081. Það er um 56% aukn­ing frá síðasta ári og 744 íbúðum meira en þá urðu full­klár­ar.

Þetta kem­ur fram í nýrri taln­ingu Sam­taka iðnaðar­ins, en sam­tök­in telja íbúðir tvisvar á ári. Þar segir að sam­tals séu 4.093 íbúðir í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu nú sam­kvæmt könn­un­inni, en það eru 359 fleiri en voru í bygg­ingu í sept­em­ber í fyrra þegar síðasta taln­ing fór fram. Er það um 10% aukn­ing. Flest­ar íbúðir í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu eru í fjöl­býli, eða 3.695 og hef­ur þeim fjölgað um 369 frá síðustu taln­ingu (11%). Íbúðum í sér­býli hef­ur hins veg­ar fækkað um 2% og voru þær nú 398.

Flest­ar íbúðir eru í bygg­ingu í Reykja­vík sam­kvæmt taln­ing­unni, eða 1.726 tals­ins. Það er um 3,3% af heild­ar­fjölda íbúða í sveit­ar­fé­lag­inu. Það er þó tals­vert und­ir meðaltali sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu sem er 4,7%.

Í Mos­fells­bæ er hlut­fallið hæst, en þar eru í bygg­ingu 550 íbúðir sem ger­ir um 15,3% af heild­ar­fjölda íbúða í sveit­ar­fé­lag­inu. Í Garðabæ eru 594 íbúðir í smíðum, eða 10,7% af heild­ar­fjölda íbúða og í Kópa­vogi eru 1.048 íbúðir í smíðum, eða 7,9% af heild­ar­fjölda íbúða. Í Hafnar­f­irði eru hins veg­ar aðeins 150 íbúðir í smíðum og á Seltjarn­ar­nesi 25 íbúðir. Á báðum stöðum er það 1,5% af heilda­r­í­búðafjölda í sveit­ar­fé­lög­un­um.

Nýjast