22 tonna skip strand við stykkishólm

Um klukkan hálf eitt voru björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi kallaðar út vegna skips sem strandað hafði rétt utan við Stykkishólm. Skipið er staðsett um 1,5 sjómílu frá bænum nærri Hvítabjarnarey og er 22 tonna fjölveiðiskip.

Björgunarbátur frá Stykkishólmi var komin á vettvang stuttu síðar. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er staðan um borð góð og engin slasaður. Björgunarskipið Björg frá Rifi er einnig á leiðinni á vettvang ásamt öðrum nærtækum skipum. Allt bendir til þess að beðið verði eftir flóði til að losa bátinn af strandstað.