21 í kvöld: „kúrdar voru stungnir í bakið af bandaríkjamönnum“ - erlendur haraldsson og gunnar hrafn jónsson fara yfir yfirstandandi árásir á kúrda.

Tyrk­ir hófu inn­rás í Sýr­land eft­ir að Don­ald Trump ákvað fyrr í mánuðinum að banda­rísk­ir her­menn færu frá norður­hluta Sýr­lands en þar höfðu þeir unnið með her­sveit­um Kúrda í bar­átt­unni gegn víga­sam­tök­un­um Ríki íslams.

Erlendur Haraldsson prófessor og Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður og fyrrverandi fréttamaður á Rúv fara yfir stórtíðindi af átökunum í Sýrlandi í þættinum 21 hjá Lindu Blöndal.

Tyrk­ir hófu inn­rás í norðurhluta Sýr­lands eft­ir að Don­ald Trump ákvað fyrr í mánuðinum að banda­rísk­ir her­menn færu frá norður­hluta Sýr­lands en þar höfðu þeir unnið með her­sveit­um Kúrda í bar­átt­unni gegn víga­sam­tök­un­um Ríki íslams.

Kúrdar báðu Assad forseta Sýrlands um hjálp og undirritað var samkomulag um það núna. Með því afsala Kúrdar sér svæði til Sýrlandsstjórnar og segir Gunnar Hrafn Kúrda hafa verið stungna í bakið af Bandaríkjastjórn.

Erlendur bjó á sjöunda áratugnum með Kúrdum í Kúrdistan og skrifaði um það í bók - um kynni sín af frelsisbaráttu Kúrda í Írak og dvaldi Erlendur með kúrdískum uppreisnarmönnum. Um þetta skrifaði hann í bók sem nefnist „Með uppreisnarmönnumí Kúrdistan“. Erlendur hefur líka nýverið verið í Írak þar sem Kúrdar hafa náð meiri sjálfstjórn en í þeim fjórum löndum sem þeir búa og nefna Kúrdistan.