20 þúsund á móti þátttöku

Tuttugu þúsund manns hafa skrifað undir síðu þar sem því er mótmælt að Ísland taki næst þátt í Eurovisjón. Á síðunni stendur:

„Í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína.  Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“

Árni St. Sigurðsson sem heldur síðunni úti og skrifaði í gær:

„Það hefur verið ánægjulegt að sjá viðbrögðin á þessum 2 dögum. Verndardýrðlingur Júróvisjón, Páll Óskar Hjálmtýsson er fylgjandi því að taka ekki þátt og Daði Freyr ætlar ekki í undankeppnina. Hljóðið í RÚV hefur breyst úr \"að sjálfsögðu förum við til Jerúsalem\" yfir í \"það þarf klárlega að skoða málið\".

Allt þetta er ánægjulegt og ykkur að þakka. Til að koma markmiðinu til leiðar þarf að halda uppi pressunni. Undiraldan er með okkur og hún þarf að komast upp á yfirborðið. Það gerist eingöngu ef fána Palestínu er haldið á lofti og undirskriftasöfnuninni er deilt sem víðast\".

Undirskriftarsíðan er hér