Samþykkt að 16 ára megi kjósa í vor

Frumvarp um að lækka kosningaaldurinn til sveitarstjórnarkosninga í 16 ár var samþykkt á Alþingi nú á fjórða tímanum.

Lokaatkvæðagreiðsla um frumvarpið verður líklega á morgun eftir þriðju umræðu og umfjöllun í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Þá kemur í ljós hvort níu þúsund ungmenni bætist í hóp nýrra kjósenda við kosningarnar í vor.

Að frumvarpinu standa þingmenn úr öllum flokkum. RÚV greindi frá.