16 ára mála­rekstri ríkisins lokið

Eftir að hafa verið sakborningur í íslenska dómskerfinu í rúm 16 ár getur Jón Ásgeir Jóhannesson loks um frjálst höfuð strokið. Hæstiréttur hefur hafnað umsókn ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í svokölluðu Aurum-máli  þar sem saksóknarinn vildi freista þess rétt einu sinni að fá Jón Ásgeir sakfelldan og dæmdan til fangelsisvistar. Fyrri tilraunir sérstaks saksóknara höfðu allar beðið skipbrot. Jón Ásgeir var tvisvar sýknaður af öllum ákæruatriðum fyrir fjölskipuðum héraðsdómi og málið fór auk þess fyrir Hæstarétt og nú síðast fyrir Landsdóm þar sem Jón Ásgeir var sýknaður í fjórða skiptið. Alls hafa 11 dómarar dæmt í málinu og 10 þeirra sýknuðu Jón Ásgeir af öllum sakargiftum. Samt taldi ríkissaksóknari rétt að reyna einu sinni enn!  Málið tók sex ár í íslenska réttarkerfinu eftir að ákæran var gefin út.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/skodun/16-ara-malarekstri-rikisins-loki