15 prósenta hækkun vegna Airbnb

Áhrif Airbnb á húsnæðismarkaðinn:

15 prósenta hækkun vegna Airbnb

Fjölgun Airbnb íbúða svaraði til 50 til 70 prósent þeirra íbúða sem lokið var við að byggja á árinu 2016 á höfuðborgarsvæðinu.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Seðlabankinn kynnir á morgun, benda til að 2ja prósenta árleg verðhækkun íbúða hér á landi megi rekja til umsvifa Airbnb. Miðað er við síðustu þrjú árin og raunhækkun íbúðaverðs. Það svarar til um 15 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á íbúðaverði á þeim tíma vegna Airbnb.

Fjölgun Airbnb íbúða svaraði til 50 til 70 prósent þeirra íbúða sem lokið var við að byggja á árinu 2016 á höfuðborgarsvæðinu.

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að íbúðir séu nýttar til skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Til að rannsaka áhrifin eru gögn frá AirDNA um bókanir á vef Airbnb notuð. Þannig má mæla fjölda íbúða sem eru fyrst og fremst nýttar í skammtímaleigu og nýtast því ekki lengur sem íbúðarhúsnæði. Upplýsingarnar eru svo notaðar til að meta áhrif Airbnb á íbúðaverð.

Málstofa um áhrif Airbnb á húsnæðismarkað hér á landi verður haldin í Seðlabanka Íslands á morgun.

 

 

 

 

 

Nýjast