15 fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Alls fengu 15 fyrirtæki  viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á ráðstefnunni Góðir stjórnarhættir í gær.

Fyrirtækin eru: Vörður hf., Kvika hf., Sýn hf., Reginn hf., Isavia ohf., Reitir hf., EIK fasteignafélag hf., Arion banki hf., Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Tryggingamiðstöðin hf., Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf., Íslandssjóðir hf., Stefnir hf. og Mannvit hf. 

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda.

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sér um framkvæmd matsins, en matsferlið byggir í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.