11 ma.kr. hlutabréfaviðskipti

Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. Þetta kom fram í tilkynningu sem send var Kauphöll Íslands seint í gærkvöldi en ekki er vitað á þessari stundu hver er kaupandi bréfanna. Eignarhlutur Yucaipa taldi alls um 50,6 hluta og var hann seldur á 220 krónur á hlut. Richard d´Abo framkvæmdastjóri hjá Yucaipa hefur verið stjórnarformaður Eimskips. 

Gengi hlutabréfa í Eimskip er nú 201 króna en var rúmlega 270 krónur þegar Yucaipa greindi fyrst frá áhuga sínum á að selja fjórðungshlutinn. Hann var þá metinn á fjórtán milljarða króna.