104 milljarða afgangur

Fjárlagafrumvarp 2018

104 milljarða afgangur

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 er í dag lagt fram fyrir Alþingi og er í samræmi við markmið fjármálaáætlunar fyrir árin 2018-2022 sem þingið samþykkti í júní.

Fjárlagafrumvarpið fyrir 2018 er hið fimmta í röð þar sem gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs.

Meginmarkmið þess verður að varðveita þann góða árangur í efnahagsmálum sem náðst hefur á undanförnum misserum en útlit er fyrir að núverandi hagvaxtarskeið verði hið lengsta frá upphafi mælinga.

Staða efnahagsmála og fjármála ríkissjóðs og hins opinbera er að mörgu leiti öfundsverð í alþjóðlegum samanburði.

Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs skili afgangi sem nemur tæpum 44 milljörðum króna.

Heildaskuldir ríkissjóðs hafa lækkað um nálægt 200 milljörða króna.

frettastjori@hringbraut.is

Nýjast