101 reykjavík - miðbærinn

Frá upphafi byggðar í Reykjavík hefur elsti hluti hennar, miðbærinn, verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir alla landsmenn. Í hjarta borgarinnar, miðbænum er að finna fjölbreytt úrval verslana, veitinga- og kaffihúsa, auk margskonar menningartengdri þjónustu. Mikil uppbygging hefur verið í miðbænum undanfarin ár og stendur enn.

Að búa í 101 Reykjavík er eftirsóknarvert fyrir marga og öll þjónusta og verslun í göngufæri. Helstu götur miðbæjarins hafa verið endurbættar og má þar nefna Hverfisgötu, Laugaveg og nærliggjandi götur og reiti sem hafa verið í mikilli enduruppbyggingu síðustu ár og Hljómalindarreitinn sem hefur tekið stórkostlegum breytingum og laðar að mannlíf. Laugavegurinn er ein helsta verslunargata Reykjavíkur. Við nærliggjandi götur eru fjöldi verslana, kaffihúsa, veitingastaða, gallería og önnur starfsemi sem hvetur til iðandi mannlífs og menningar. Endurbæturnar laða að fólk og styður betur við verslun og þjónustu sem veitt er á svæðinu, auk þess að krydda mannlífið.

Hægt er að nálgast fjölbreyta þjónustu í allar áttir og það má með sanni segja að þjónustan og menningarlífið blómstri allt í kring. Meðal annars má nefna  Hlemm, þar sem nýlega opnaði Mathöll og í miðbænum sem má finna allt milli himins og jarðar. Bónus er á Laugavegi og í Skipholti sem er hagkvæmt fyrir heimilið. Menningarlífið er skammt undan og má þar meðal annars nefna Borgarbókasafnið við Tryggvagötu, Listasafn Íslands, Ásmundarsal við Freyjugötu, Kjarvalsstaðir og Klambratúnið eru á svæðinu, þar er að finna bæði kaffihús og almenningsgarð sem iðar af mannlífi. Á Klambratúnin er hægt að stunda ýmsar íþróttir og hreyfingu og má þar nefna körfubolta, fótbolta, frisbígolf. Einnig er þar leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina sem er mikill kostur fyrir fjölskyldufólk. Stórir vinnustaðir eru margir þarna í kring á má þar meðal annars nefna Landspítalann við Hringbraut.

Skólar fyrir öll skólastig

Á svæðinu eru fjölmargir skólar. Þar má nefna Austurbæjarskóla, Tjarnarskóla, Landakotsskóla, Kvennaskólann, Menntaskólann í Reykjavík og Ísaksskóla. Einnig er Tækniskólinn í göngufæri og stutt í Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Jafnframt eru margir leikskólar á svæðinu. Samgöngur eru góðar á þessu svæði og fínir hjólareiðastígar í allar áttir. Svæðið býður uppá fjölmargar leiðir til hreyfinga af ýmsu tagi og má þar nefnda Öskjuhlíðina og íþróttafélögin Valur og Mjölnir eru á svæðinu.