100 börn á ári slasast í kerrum

Að meðaltali slasast 100 börn hér á landi eftir að hafa fallið úr innkaupakerrum verslana, sum hver mjög alvarlega, en afar algengt er að foreldar og forráðamenn barna átti sig ekki á því hvað þessar kerrur eru valtar.

Þetta kemur fram í þættinum Heimilið á Hringbraut í kvöld, en þar ræða Karlotta Halldórsdóttir og Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson, sérfræðingar hjá Sjóvá um mikilvægi forvarna. Og þau ræða ekki einasta um hættuna sem stafar af innkaupakerrunum heldur og farsímanotkun í bifreiðum sem er fyrir margt löngu orðin að plágu í umferðinni, en samkvæmtt nýrri könnun nota 80 prósent framhaldsskólanemenda símann undir stýri þótt 90 prósent aðspurðra í sömu könnun telji þá hegðun vera stórhættulega.

Í Heimilinu í kvöld er einnig rætt við Val Hermannsson hjá Eldum rétt um nýjar leiðir til að kaupa í matinn - og litið er við í Pfaff þar sem nýstárrlegir leiðiskrossar eru til sölu sem hægt er að tímastilla.

Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.