Ekki drekka sykurbætta drykki

Næstu tíu daga ætlar Helga María að gefa heilsuráð sem hún telur vera grunninn að góðri heilsu. English version below.

Í gegnum ævina hafa verið mikil veikindi í kringum mig og ég komst fljótt að því að maður þarf að hafa fyrir því að halda góðri heilsu og að hún er ekki keypt. Það er ekki gaman að eldast heilsulaus og því hef ég unnið að því að setja saman þau heilsuráð sem mér finnst nýtast mér best.

Fyrsta heilsuráðið er:

#1 Ekki drekka sykurbætta drykki.

Í hálfum lítra af gostegund sem ég sá voru 73 grömm af viðbættum sykri, það er eins og að taka rúmlega 18 sykurbréf og hella út í. Manni finnst hugmyndin alveg fráleit, flestir nota aðeins eitt sykurbréf í kaffið eða jafnvel sleppa því.

Það sem ég mæli með er að drekka vatn með matnum, það er bæði hollara fyrir budduna og líkamann. Ef þig langar í safa, fáðu þér þá þann sem er gerður úr 100% þykkni og lestu á umbúðirnar til að kanna innihaldslýsinguna. Oft eru allir safar settir á sama stað í verslunum alveg sama hvert innihaldið er. Lang best er að borða ávextina eins og þeir koma af trjánum eða setja í blandara með smá vatni því þá færðu trefjarnar með. Trefjarnar skipta gríðarlega miklu máli þegar verið er að innbyrða ávaxtasykur. Trefjar stuðla að jafnvægi á blóðsykurmagni í líkamanum en einnig stuðla trefjar að betri hægðalosun. Trefjar hægja á meltingunni sem lætur mann finna lengur fyrir seddutilfinningu og gera hægðirnar rúmmálsmeiri og mýkri. Einnig hafa trefjar jákvæð áhrif á þarmaflóruna. Trefjar eru til dæmis að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkorna brauði.

Ég mæli með því að fjárfesta í blandara og brúsa. Það kemur á óvart hversu mikið maður sparar á því að hætta innkaupum á drykkjarvöru. Við eigum besta vatn í heimi og auðvelt er að bragðbæta það með ávöxtum. Þegar ferskir ávextir eru keyptir skal setja þá í frysti þegar þeir eru komnir á tíma og nota síðar. Einn af mínum uppáhalds drykkjum er vatn, klaki, myntulauf og límóna. Einfalt hollt og gott.

*English version

In 500 ml of soda I found there was 73 grams of added sugar. That is like taking over 18 sugar packs and add to a drink, that is crazy when you think about it. Most of us only use one sugar pack in our coffee. I recommend that you don´t drink added sugar drinks. Drink water, it´s better for your health and your savings. If you want juice, drink the one that is made from 100% juice and read the label. The best way is to eat the fruits as they come from the tree. Or put it in the blender with some water so you will also get the fibers. Fibers are really important for your digestive system. They help balancing the blood sugar level and also help improve defecation, they slow down the digestion and that makes you feel full a little longer, they soften the stools and make their volume bigger. They also have positive effect on the intestinal flora. You will find fibers in fruits, vegetable and whole grain bread.